Innlent

Heitasti dagur sumarsins á Suðurlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Spá Veðurstofu fyrir klukkan þrjú eftir hádegi í dag.
Spá Veðurstofu fyrir klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Í dag stefnir í hlýjasta dag sumarsins á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofu Íslands er óvenju hlýtt loft yfir vestanverðu landinu í dag og gæti jafnvel verið að hiti fari upp í tuttugu stig í fyrsta sinn í sumar.

Strax verður svalara á morgun, en þó sólríkt víða um land fram á miðvikudag. 

Í dag er spáð sól og um ellefu stiga hita eftir hádegi á Akureyri og Húsavík. Útlit er fyrir skýjað veður á Austurlandi og Vestfjörðum en hiti ætti að fara upp í fjórtán stig á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×