Byggðarkvóti Vísis hf. 1.300 tonn hingað til Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 7. apríl 2014 22:29 Starfsmenn Vísis hf. við fiskvinnslu á Þingeyri. Vísir/Daníel Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hlaut um 1.300 tonn í byggðakvóta frá Þingeyri frá árinu 2000 til dagsins í dag. Tonnin 1.300 jafngilda um 11-17 milljónum króna á ári ef miðað er við leiguverð á þorsktonni árið 2000. Samanlagt yfir 14 ára tímabil eru þetta 130-190 milljónir í rekstrarlegan styrk frá Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram í frétt BB.is. Nú áætlar útgerðarfyrirtækið að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Vísir hf. hefur starfsemi á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík, auk Grindavíkur. Á hverjum þessara staða starfa tugir manns við fiskvinnslu Vísis hf. Á Þingeyri vinna allt að 50 manns hjá Vísi hf. en bæjarsamfélagið í heild sinni telur um 265 manns. Því gæti orðið talsverður brottflutningur ef Vísir hf. flytti starfsemi sína úr bænum. Í viðtali við Vísi.is segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar honum finnist ekki koma til greina að Vísir hf. yfirgefi svæðið. „Í mínum huga kemur þessi tillaga þeirra bara á engan hátt til greina," segir Daníel. „Þeir komu þarna inn á byggðarforsendum og hafa fengið mikinn byggðarkvóta til þess að hefja þessa vinnslu hérna. Það er skilyrðiskrafa okkar að ef þeir ætla að fara af svæðinu að þeir skilji eftir það sem til var stofnað þegar þeir hófu starfsemi þarna." Að sögn Daníels munu fulltrúar Vísis hf. funda með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á morgun. Vonar Daníel að hægt sé að auka samstarf milli bæjarstjórnar og útgerðar svo hægt sé að vinna úr málinu á sem farsælastan hátt. „Ég ætla bara að vona að þeir nái áttum þessir menn og reyni að vinna þetta með okkur," segir Daníel. „Þá fáum við að vita hvað Vísismenn hafa í huga og á hvaða forsendum þeir eru að gera þetta." Tengdar fréttir „Skaði sem ekki verði bættur“ Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. 1. apríl 2014 21:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hlaut um 1.300 tonn í byggðakvóta frá Þingeyri frá árinu 2000 til dagsins í dag. Tonnin 1.300 jafngilda um 11-17 milljónum króna á ári ef miðað er við leiguverð á þorsktonni árið 2000. Samanlagt yfir 14 ára tímabil eru þetta 130-190 milljónir í rekstrarlegan styrk frá Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram í frétt BB.is. Nú áætlar útgerðarfyrirtækið að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Vísir hf. hefur starfsemi á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík, auk Grindavíkur. Á hverjum þessara staða starfa tugir manns við fiskvinnslu Vísis hf. Á Þingeyri vinna allt að 50 manns hjá Vísi hf. en bæjarsamfélagið í heild sinni telur um 265 manns. Því gæti orðið talsverður brottflutningur ef Vísir hf. flytti starfsemi sína úr bænum. Í viðtali við Vísi.is segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar honum finnist ekki koma til greina að Vísir hf. yfirgefi svæðið. „Í mínum huga kemur þessi tillaga þeirra bara á engan hátt til greina," segir Daníel. „Þeir komu þarna inn á byggðarforsendum og hafa fengið mikinn byggðarkvóta til þess að hefja þessa vinnslu hérna. Það er skilyrðiskrafa okkar að ef þeir ætla að fara af svæðinu að þeir skilji eftir það sem til var stofnað þegar þeir hófu starfsemi þarna." Að sögn Daníels munu fulltrúar Vísis hf. funda með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á morgun. Vonar Daníel að hægt sé að auka samstarf milli bæjarstjórnar og útgerðar svo hægt sé að vinna úr málinu á sem farsælastan hátt. „Ég ætla bara að vona að þeir nái áttum þessir menn og reyni að vinna þetta með okkur," segir Daníel. „Þá fáum við að vita hvað Vísismenn hafa í huga og á hvaða forsendum þeir eru að gera þetta."
Tengdar fréttir „Skaði sem ekki verði bættur“ Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. 1. apríl 2014 21:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
„Skaði sem ekki verði bættur“ Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. 1. apríl 2014 21:20