Erlent

Frans páfi hittir fórnarlömb kynferðisofbeldis

Vísir/AFP
Frans páfi ætlar á næstunni að hitta hóp manna sem hafa lent í kynferðislegri misnotkun af hendi kaþólskra presta en svo virðist sem páfinn ætli að taka einarðari afstöðu til þessara umtölu glæpa en fyrirrennari hans á páfastóli gerði.

Á blaðamannafundi sem páfi hélt í gær sagði hann glæpi prestanna vera hræðilega og líkti þeim við djöflamessu.

Hann bætti því við að héðan í frá yrðu engin grið gefin þegar kæmi að slíkum málum innan kirkjunnar, en í gegnum árin hefur kirkjan ítrekað verið sökuð um að hylma yfir með prestum sem níðast á sóknarbörnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×