Fótbolti

Kolbeinn ætlar að fara frá Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn er hér lengst til hægri.
Kolbeinn er hér lengst til hægri. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson, sem varð nýlega meistari með Ajax í Hollandi, segist vilja leita á önnur mið og lítur til Englands í því skyni.

Kolbeinn hefur áður greint frá því að hann vilji komast til annars lands. Hann var sautján ára gamall þegar hann samdi við AZ Alkmaar árið 2007 en skipti yfir í Ajax árið 2011.

„Ég er opinn fyrir nýrri áskorun,“ sagði Kolbeinn í samtali við hollenska miðilinn ad.nl. Hann var í vetur orðaður við QPR í ensku B-deildinni en ákvað að vera um kyrrt í Hollandi.

„Ég vildi verða meistari og nú hefur mér tekist það. Nú vil ég horfa fram á veginn. Mér líkar vel við fótboltann á Englandi en eins og við höfum áður séð hefur leikmannamarkaðurinn farið seint af stað undanfarin ár.“

Kolbeinn á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við Ajax og líklegt er að félagið sé áhugasamt að selja hann nú í stað þess að láta hann frá sér án greiðslu sumarið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×