„Ég get ekki lifað svona“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2014 16:00 Bartlomiej hefur búið á Íslandi í sjö ár. visir/sáp „Ég er núna á götunni og eftir fangelsisvistina á ég 17.000 krónur til að lifa á,“ segir Bartlomiej Aureliusz Kopczynski, sem lauk afplánun sinni í Kópavogsfangelsi á fimmtudaginn í síðustu viku. Bartlomiej er 39 ára Pólverji sem búið hefur á Íslandi síðastliðin sjö ár, en hann fékk fjórtán mánaða fangelsisdóm fyrir peningafölsun og þjófnað og sat inni í sjö mánuði. „Þegar ég var látinn laus úr fangelsi fór ég rakleitt til Félagsmálastofnunar til að fá að vita hvaða lausnir væru í boði fyrir mig þar sem ég hef engan að og ekkert húsaskjól.“ Bartlomiej segist hafa fengið sautján þúsund krónur frá Félagsmálastofnun til að koma sér af stað en það dugi skammt. „Ég er búinn að finna herbergi til leigu en ég þarf að greiða leigusalanum 55 þúsund krónur í tryggingu til að fá að leigja herbergið. Það er peningur sem ég á ekki en það eina sem ég hef beðið um frá Félagsmálastofnun er hjálp við það að koma mér af stað.“ Bartlomiej segir að hann hafi aldrei fengið skýr svör frá Félagsmálastofnun. „Síðustu daga hef ég einu sinni fengið að borða hjá Samhjálp. Núna eru liðnir sex dagar frá því að ég kom út og á þeim tíma hef ég ekkert komist í sturtu og næ að leggja mig í hálftíma við og við á BSÍ og á öðrum bensínstöðvum.“Neyslan tók sinn toll Bartlomiej hefur að eigin sögn verið edrú síðan í október 2011. „Ég hef starfað mikið fyrir Rauða kross Íslands og þá aðallega við það að hjálpa fólki sem er í neyslu,“ segir Bartlomiej sem hefur til að mynda verið í því hlutverki að dreifa hreinum sprautunálum til fíkla fyrir Rauða krossinn. Bartlomiej segir að þau litlu svör sem hann hafi fengið frá Félagsmálastofnun séu þau að hann skuldi ríkinu pening. „Ég fékk einu sinni greitt frá Vinnumálastofnun og Félagsmálastofnun á sama tíma eftir að ég lenti í vinnuslysi. Það er rétt að ég skulda einhvern pening, skuld er skuld og ég vil vissulega greiða hana.“ Bartlomiej flutti til Íslands fyrir sjö árum og bjó fyrst um sinn á Dalvík. Þaðan flutti hann til Hafnar í Hornafirði þar sem hann var í sambandi með íslenskri konu. Þegar því sambandi lauk fluttist hann til Reykjavíkur þar sem neysla hans hófst fyrir alvöru. „Vinir mínir í Reykjavík eru annaðhvort látnir, í meðferð eða í mikilli neyslu, ég bara veit það ekki.“ Bartlomiej segir að hann hafi fengið eins mikla hjálp frá vinum sínum í Rauða krossinum og mögulegt er en nú sé komið að þeim tíma að hann þurfi að standa á eigin fótum og skapa sér sitt eigið líf. „Alltaf þegar ég hringi í Félagsmálastofnun þá fæ ég uppgefið að félagsráðgjafinn ætli sér að hringja til baka eftir smá stund en það tekur alltaf mjög langan tíma að heyra frá þeim. Það hefur verið ótrúlega erfitt að ná í starfsmenn hjá stofnuninni en starfsmaður þar lofaði mér í gær að hafa samband við leigusalann og ræða við hann um þessa tryggingu. Ég vona bara að það gangi eftir, því ég get ekki lifað svona.“Frú Ragnheiður.visir/antonGerði margt umfram það sem ætlast var til af honum „Hann byrjaði fyrst sem sjálfboðaliði í verkefni sem ég hef staðið fyrir sem heitir frú Ragnheiður,“ segir Þór Gíslason, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Þar gátum við nýtt okkur reynslu hans í þessum málum og hann gat náð til hóps sem við annars gátum ekki náð til.“ Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi. Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. „Okkar samstarf gekk ljómandi vel. Fyrst um sinn var hann hjá okkur sem sjálfboðaliði. Síðan fengum við samning við Vinnumálastofnun sem kallast liðsauki og eftir það kom hann til starfa hjá okkur þar til að hann þurfti að hefja afplánun.“ Þór segir að Bartlomiej hafi sinnt verkefninu mjög samviskusamlega og oft á tíðum gert margt umfram það sem ætlast var til af honum. „Eftir að hann hóf afplánun sína heimsótti ég hann reglulega enda á hann ekki marga að hér á landi. Hann er mjög áhugasamur að koma aftur inn í þetta verkefni sem sjálfboðaliði en nú hefur mestur tími hans farið í það að reyna finna sér húsnæði. Menn geta ekki sinnt mörgu fyrr en þeir hafa einhvern samastað.“Hefur fengið tilkynningu um mögulega brottvísun Bartlomiej er menntaður sálfræðingur auk þess sem hann starfaði sem áfengis og vímuefnaráðgjafi í Póllandi. Hann er greindur með ADHD og hefur áður þurft að leita sér aðstoðar vegna þess. Þegar hann hafði verið hér á landi í þrjú ár leitaði hann sér læknisaðstoðar og skrifað var upp á rítalín fyrir hann. Þar sem Bartlomiej er óvirkur alkóhólisti og hafði þá verið án allra vímugjafa í rúm 11 ár varð inntaka lyfjanna til þess að hann féll og þá tók við þónokkur neysla hjá honum þar sem hann missti allar sínar eigur auk sambýliskonu sína. Seint á síðasta ári fékk hann tilkynningu um mögulega brottvísun hans úr landinu og bíður hann nú ákvörðunar frá Útlendingastofnun. „Þegar metin eru skilyrði þess að heimilt geti talist að vísa EES - útlendingum frá landi verða ástæðurnar að vera þess eðlis að um séu að ræða alvarleg brot,“ segir Róbert Þ. Skarphéðinsson, lögmaður Bartlomiej. „Þá er einnig skilyrði að um sé að ræða atriði er varða allsherjarreglu eða almannaöryggi og tel ég að þau skilyrði séu ekki á nokkurn hátt uppfyllt. Brottvísun væri í besta falli ósanngjörn og í bága við lög.“ Róbert segir að Bartlomiej hafi verið tilkynnt þann 25. október 2013 að fyrirhugað væri að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu til landsins og þá ekki skemur en í tvö ár. „Erindinu svaraði ég þann 8. nóvember 2013 en engin svör hafa borist og er það sérstakt álitaefni út af fyrir sig og jafnvel ámælisvert þegar um svo mikilvæga hagsmuni einstaklinga ræðir.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ég er núna á götunni og eftir fangelsisvistina á ég 17.000 krónur til að lifa á,“ segir Bartlomiej Aureliusz Kopczynski, sem lauk afplánun sinni í Kópavogsfangelsi á fimmtudaginn í síðustu viku. Bartlomiej er 39 ára Pólverji sem búið hefur á Íslandi síðastliðin sjö ár, en hann fékk fjórtán mánaða fangelsisdóm fyrir peningafölsun og þjófnað og sat inni í sjö mánuði. „Þegar ég var látinn laus úr fangelsi fór ég rakleitt til Félagsmálastofnunar til að fá að vita hvaða lausnir væru í boði fyrir mig þar sem ég hef engan að og ekkert húsaskjól.“ Bartlomiej segist hafa fengið sautján þúsund krónur frá Félagsmálastofnun til að koma sér af stað en það dugi skammt. „Ég er búinn að finna herbergi til leigu en ég þarf að greiða leigusalanum 55 þúsund krónur í tryggingu til að fá að leigja herbergið. Það er peningur sem ég á ekki en það eina sem ég hef beðið um frá Félagsmálastofnun er hjálp við það að koma mér af stað.“ Bartlomiej segir að hann hafi aldrei fengið skýr svör frá Félagsmálastofnun. „Síðustu daga hef ég einu sinni fengið að borða hjá Samhjálp. Núna eru liðnir sex dagar frá því að ég kom út og á þeim tíma hef ég ekkert komist í sturtu og næ að leggja mig í hálftíma við og við á BSÍ og á öðrum bensínstöðvum.“Neyslan tók sinn toll Bartlomiej hefur að eigin sögn verið edrú síðan í október 2011. „Ég hef starfað mikið fyrir Rauða kross Íslands og þá aðallega við það að hjálpa fólki sem er í neyslu,“ segir Bartlomiej sem hefur til að mynda verið í því hlutverki að dreifa hreinum sprautunálum til fíkla fyrir Rauða krossinn. Bartlomiej segir að þau litlu svör sem hann hafi fengið frá Félagsmálastofnun séu þau að hann skuldi ríkinu pening. „Ég fékk einu sinni greitt frá Vinnumálastofnun og Félagsmálastofnun á sama tíma eftir að ég lenti í vinnuslysi. Það er rétt að ég skulda einhvern pening, skuld er skuld og ég vil vissulega greiða hana.“ Bartlomiej flutti til Íslands fyrir sjö árum og bjó fyrst um sinn á Dalvík. Þaðan flutti hann til Hafnar í Hornafirði þar sem hann var í sambandi með íslenskri konu. Þegar því sambandi lauk fluttist hann til Reykjavíkur þar sem neysla hans hófst fyrir alvöru. „Vinir mínir í Reykjavík eru annaðhvort látnir, í meðferð eða í mikilli neyslu, ég bara veit það ekki.“ Bartlomiej segir að hann hafi fengið eins mikla hjálp frá vinum sínum í Rauða krossinum og mögulegt er en nú sé komið að þeim tíma að hann þurfi að standa á eigin fótum og skapa sér sitt eigið líf. „Alltaf þegar ég hringi í Félagsmálastofnun þá fæ ég uppgefið að félagsráðgjafinn ætli sér að hringja til baka eftir smá stund en það tekur alltaf mjög langan tíma að heyra frá þeim. Það hefur verið ótrúlega erfitt að ná í starfsmenn hjá stofnuninni en starfsmaður þar lofaði mér í gær að hafa samband við leigusalann og ræða við hann um þessa tryggingu. Ég vona bara að það gangi eftir, því ég get ekki lifað svona.“Frú Ragnheiður.visir/antonGerði margt umfram það sem ætlast var til af honum „Hann byrjaði fyrst sem sjálfboðaliði í verkefni sem ég hef staðið fyrir sem heitir frú Ragnheiður,“ segir Þór Gíslason, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Þar gátum við nýtt okkur reynslu hans í þessum málum og hann gat náð til hóps sem við annars gátum ekki náð til.“ Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi. Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. „Okkar samstarf gekk ljómandi vel. Fyrst um sinn var hann hjá okkur sem sjálfboðaliði. Síðan fengum við samning við Vinnumálastofnun sem kallast liðsauki og eftir það kom hann til starfa hjá okkur þar til að hann þurfti að hefja afplánun.“ Þór segir að Bartlomiej hafi sinnt verkefninu mjög samviskusamlega og oft á tíðum gert margt umfram það sem ætlast var til af honum. „Eftir að hann hóf afplánun sína heimsótti ég hann reglulega enda á hann ekki marga að hér á landi. Hann er mjög áhugasamur að koma aftur inn í þetta verkefni sem sjálfboðaliði en nú hefur mestur tími hans farið í það að reyna finna sér húsnæði. Menn geta ekki sinnt mörgu fyrr en þeir hafa einhvern samastað.“Hefur fengið tilkynningu um mögulega brottvísun Bartlomiej er menntaður sálfræðingur auk þess sem hann starfaði sem áfengis og vímuefnaráðgjafi í Póllandi. Hann er greindur með ADHD og hefur áður þurft að leita sér aðstoðar vegna þess. Þegar hann hafði verið hér á landi í þrjú ár leitaði hann sér læknisaðstoðar og skrifað var upp á rítalín fyrir hann. Þar sem Bartlomiej er óvirkur alkóhólisti og hafði þá verið án allra vímugjafa í rúm 11 ár varð inntaka lyfjanna til þess að hann féll og þá tók við þónokkur neysla hjá honum þar sem hann missti allar sínar eigur auk sambýliskonu sína. Seint á síðasta ári fékk hann tilkynningu um mögulega brottvísun hans úr landinu og bíður hann nú ákvörðunar frá Útlendingastofnun. „Þegar metin eru skilyrði þess að heimilt geti talist að vísa EES - útlendingum frá landi verða ástæðurnar að vera þess eðlis að um séu að ræða alvarleg brot,“ segir Róbert Þ. Skarphéðinsson, lögmaður Bartlomiej. „Þá er einnig skilyrði að um sé að ræða atriði er varða allsherjarreglu eða almannaöryggi og tel ég að þau skilyrði séu ekki á nokkurn hátt uppfyllt. Brottvísun væri í besta falli ósanngjörn og í bága við lög.“ Róbert segir að Bartlomiej hafi verið tilkynnt þann 25. október 2013 að fyrirhugað væri að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu til landsins og þá ekki skemur en í tvö ár. „Erindinu svaraði ég þann 8. nóvember 2013 en engin svör hafa borist og er það sérstakt álitaefni út af fyrir sig og jafnvel ámælisvert þegar um svo mikilvæga hagsmuni einstaklinga ræðir.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira