Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2014 19:30 Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira