Mannfall í mótmælum í Venesúela María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:16 Vísir/AFP Nordic Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira