Pissum í okkur af hlátri Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 15:38 Sigrún Edda Björnsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir fara með kvenhlutverkin í farsanum Beint í æð og segja markmiðið að allir skemmti sér vel, leikarar og áhorfendur. vísir/stefán Leikkonurnar Sigrún Edda Björnsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa undanfarna tvo mánuði æft farsann Beint í æð, sem frumsýndur var á föstudagskvöld. Farsinn er dæmigerður; mistök og lygar búa til gryfju sem aðalpersónan, sem Hilmir Snær Guðnason leikur, sekkur dýpra og dýpra í. Leikkonurnar eru sammála um að það sé gaman að leika í farsa, jafnvel enn skemmtilegra en að horfa á hann. Einnig að æfinga- og sýningarferlið sé töluvert frábrugðið því sem gengur og gerist í dramatískum leikritum. Maríanna: Í stað þess að maður leiti að tilfinningum og ástæðum fyrir að maður geri hlutina eins og maður gerir, þá hugsar maður meira um tímasetningar, takt og taktbreytingar þannig að þetta verður svolítið eins og að æfa tónverk eins og Halldóra Geirharðsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur bent á. Sigrún Edda: Svo eru áhorfendurnir mikilvægir og eru í raun aðalleikararnir í farsa. Maður er í dansi og miklu samtali við áhorfendur. Það er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að sitja í fimm hundruð manna sal í leikhúsi og allir hlæja saman. Það er ekki fyrr en áhorfendurnir koma að maður finnur rétta taktinn, svona fyrst við erum að líkja þessu við tónverk. Þórunn Arna: Svo mætir maður náttúrulega mismunandi áhorfendum á hverri sýningu. Þannig að hver sýning er einstök, það fer eftir áhorfendahópnum og það gerir þetta líka spennandi. Talið berst að kvenhlutverkum í försum en þau virðast oft vera mikið bundin við kjána og konur með brókarsótt. Er það tilfellið í þessari sýningu? Maríanna: Það er ekki alrangt.Á sviðinu Hilmir Snær Guðnason leikur aðalhlutverkið, lækni sem upplifir versta dag lífs síns. Einstæð móðir frá Höfn í Hornafirði, sem Maríanna leikur, kemur til að mynda af miklum krafti inn í líf hans og setur allt á hvolf.mynd/borgarleikhúsiðJóhanna Vigdís: Þær eru ekki alveg jafn veigamiklar og karlarnir. Karlarnir eru svo sem engar mannvitsbrekkur heldur. Það væri athyglisvert ef aðalhlutverkið í þessu verki væri í höndum konu því þá myndi þetta horfa allt öðruvísi við, þetta væri varla gerlegt. Það eru ákveðnar steríótýpur til staðar, sem þarf að hafa í farsa. Þetta er gamaldags form þótt þetta sé náttúrulega heimfært á íslenskan nútíma. Maríanna: Aristóteles sagði að persónur í farsa séu aðeins síðri en manneskjur í raunveruleikanum. Þær eru svolítið breyskari og koma sjálfum sér í klandur. Áhorfendur finna til með þeim en ekki svo mikið að þeir geti ekki hlegið að þeim. Í drama eru persónurnar aðeins betri en raunverulegar manneskjur og áhorfendur fara alveg inn í tilfinningarnar og finna svo hrikalega til með þeim. Það fer enginn að gráta af samúð með aðalpersónunni í þessu leikriti, jafnvel þótt hann sé að upplifa versta dag lífs síns. Sigrún Edda: Þetta er samt alveg sérstaklega vel skrifaður farsi og þessi höfundur hefur skrifað um hundrað farsa. Hann kann þetta. Þetta er í raun alvöru manneskjur, venjulegar manneskjur sem lenda í fáránlegum aðstæðum. Það getur bara verið svo fyndið þegar fólk klúðrar öllu. Þórunn: Það er rosalega langt síðan ég hef hlegið svona mikið eins og ég hef gert síðustu tvo mánuði á æfingum. Það eitt og sér er rosalega gefandi. Maður pissar í sig og grenjar af hlátri. Maríanna: Já, áhrifin af farsa eru ekki vitræn enda er markmiðið að fólk hlæi sig máttlaust og komist í dásamlegt ástand og verði þar af leiðandi skemmtilegri manneskjur. Leikkonurnar eru sammála um að það sé afar göfugt markmið og ætla í leiðinni að hafa gaman af sjálfar. Beint í æð er eftir Ray Cooney, sem einnig samdi gamanleikina Viltu finna milljón? og Nei, ráðherra! sem Borgarleikhúsið hefur áður sett upp. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira
Leikkonurnar Sigrún Edda Björnsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa undanfarna tvo mánuði æft farsann Beint í æð, sem frumsýndur var á föstudagskvöld. Farsinn er dæmigerður; mistök og lygar búa til gryfju sem aðalpersónan, sem Hilmir Snær Guðnason leikur, sekkur dýpra og dýpra í. Leikkonurnar eru sammála um að það sé gaman að leika í farsa, jafnvel enn skemmtilegra en að horfa á hann. Einnig að æfinga- og sýningarferlið sé töluvert frábrugðið því sem gengur og gerist í dramatískum leikritum. Maríanna: Í stað þess að maður leiti að tilfinningum og ástæðum fyrir að maður geri hlutina eins og maður gerir, þá hugsar maður meira um tímasetningar, takt og taktbreytingar þannig að þetta verður svolítið eins og að æfa tónverk eins og Halldóra Geirharðsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur bent á. Sigrún Edda: Svo eru áhorfendurnir mikilvægir og eru í raun aðalleikararnir í farsa. Maður er í dansi og miklu samtali við áhorfendur. Það er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að sitja í fimm hundruð manna sal í leikhúsi og allir hlæja saman. Það er ekki fyrr en áhorfendurnir koma að maður finnur rétta taktinn, svona fyrst við erum að líkja þessu við tónverk. Þórunn Arna: Svo mætir maður náttúrulega mismunandi áhorfendum á hverri sýningu. Þannig að hver sýning er einstök, það fer eftir áhorfendahópnum og það gerir þetta líka spennandi. Talið berst að kvenhlutverkum í försum en þau virðast oft vera mikið bundin við kjána og konur með brókarsótt. Er það tilfellið í þessari sýningu? Maríanna: Það er ekki alrangt.Á sviðinu Hilmir Snær Guðnason leikur aðalhlutverkið, lækni sem upplifir versta dag lífs síns. Einstæð móðir frá Höfn í Hornafirði, sem Maríanna leikur, kemur til að mynda af miklum krafti inn í líf hans og setur allt á hvolf.mynd/borgarleikhúsiðJóhanna Vigdís: Þær eru ekki alveg jafn veigamiklar og karlarnir. Karlarnir eru svo sem engar mannvitsbrekkur heldur. Það væri athyglisvert ef aðalhlutverkið í þessu verki væri í höndum konu því þá myndi þetta horfa allt öðruvísi við, þetta væri varla gerlegt. Það eru ákveðnar steríótýpur til staðar, sem þarf að hafa í farsa. Þetta er gamaldags form þótt þetta sé náttúrulega heimfært á íslenskan nútíma. Maríanna: Aristóteles sagði að persónur í farsa séu aðeins síðri en manneskjur í raunveruleikanum. Þær eru svolítið breyskari og koma sjálfum sér í klandur. Áhorfendur finna til með þeim en ekki svo mikið að þeir geti ekki hlegið að þeim. Í drama eru persónurnar aðeins betri en raunverulegar manneskjur og áhorfendur fara alveg inn í tilfinningarnar og finna svo hrikalega til með þeim. Það fer enginn að gráta af samúð með aðalpersónunni í þessu leikriti, jafnvel þótt hann sé að upplifa versta dag lífs síns. Sigrún Edda: Þetta er samt alveg sérstaklega vel skrifaður farsi og þessi höfundur hefur skrifað um hundrað farsa. Hann kann þetta. Þetta er í raun alvöru manneskjur, venjulegar manneskjur sem lenda í fáránlegum aðstæðum. Það getur bara verið svo fyndið þegar fólk klúðrar öllu. Þórunn: Það er rosalega langt síðan ég hef hlegið svona mikið eins og ég hef gert síðustu tvo mánuði á æfingum. Það eitt og sér er rosalega gefandi. Maður pissar í sig og grenjar af hlátri. Maríanna: Já, áhrifin af farsa eru ekki vitræn enda er markmiðið að fólk hlæi sig máttlaust og komist í dásamlegt ástand og verði þar af leiðandi skemmtilegri manneskjur. Leikkonurnar eru sammála um að það sé afar göfugt markmið og ætla í leiðinni að hafa gaman af sjálfar. Beint í æð er eftir Ray Cooney, sem einnig samdi gamanleikina Viltu finna milljón? og Nei, ráðherra! sem Borgarleikhúsið hefur áður sett upp.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Sjá meira