Íslenski boltinn

Siggi Raggi: Líður eins og við höfum tapað leiknum

Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar
Siggi Raggi á hliðarlinunni.
Siggi Raggi á hliðarlinunni. vísir/vilhelm
„Þetta er þriðji leikurinn sem við erum að fá á okkur mark í uppbótartíma og við erum að tapa stigum í þeim öllum og það er mjög dýrt. Við getum engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli í kvöld.

„Við sýndum frábæran karakter í seinni hálfleik, eftir að við vorum búnir að lenda undir. Við komum til baka, jöfnum leikinn og komumst yfir en náum ekki að landa sigri, því miður.“

„Við gerðum jafntefli saman, mér líður samt sem áður eins og við höfum tapað þessum leik,“ sagði Sigurður en hann var augljóslega svekktur að tapa tveimur stigum á síðustu mínútunni.

„Við höfum spilað vel í undanförnum leikjum en höfum verið óheppnir. Við höfum misst leikmenn útaf í tveimur leikjum með rautt spjald og höfum þrisvar sinnum fengið á okkur mark í uppbótartíma og auðvitað telur þetta. Ef við hefðum fengið þessi stig værum við ofar í töflunni.“

Atli Fannar Jónsson kom inn af bekk Eyjamanna þegar að rúmar fimmtán mínútur voru eftir en hann átti stóran þátt í báðum mörkum þeirra.

„Hann átti mjög góða innkomu í dag, hann er efnilegur senter og hefur verið að fá mínútur í sumar og einnig verið í byrjunarliðinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×