Íslenski boltinn

Ritstjóri fótbolta.net fékk rautt spjald eftir rúma mínútu

Ljúfmennið Magnús Már virðist hafa misst stjórn á skapi sínu í dag.
Ljúfmennið Magnús Már virðist hafa misst stjórn á skapi sínu í dag. vísir/vilhelm
Topplið Leiknis hefur ekki enn fengið mark á sig í 1. deildinni og liðið hélt út í hálftíma í dag einum færri gegn KA.

Hið annálaða prúðmenni, Magnús Már Einarsson, leikmaður Leiknis og ritstjóri fótbolti.net, fékk að líta rauða spjaldið rúmri mínútu eftir að hafa komið inn af bekknum. Hann gaf andstæðingi olnbogaskot. Talsverð tíðindi það.

Leiknir hélt út og fékk stig. Liðið ekki enn fengið á sig mark í fimm leikjum í deildinni.

Víkingur Ó. komst upp að hlið Leiknismanna með flottum sigri á Þrótti. Nýliðar KV halda svo áfram að gera það gott en liðið vann magnaðan sigur á Grindavík í dag.

Úrslit:

Selfoss-Tindastóll  3-0

Luka Jagacic, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson 2.

KA-Leiknir  0-0

Víkingur Ó.-Þróttur  2-1

Alejandro Abarca Lopez, Alfreð Már Hjaltalín - Ingólfur Sigurðsson.

KV-Grindavík  3-2

Garðar Ingi Leifsson, Magnús Bernhard Gíslason 2 - Scott Ramsay, Juraj Grizelj.

Upplýsingar um markaskorara: fótbolti.net og urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×