Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2014 15:32 Hlédís skrifar um afskiptalausa feður. Vísir/aðsent „Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira