Erlent

Aðstandendur sjerpanna vilja hærri bætur

Bjarki Ármannsson skrifar
Aðstandendur búa lík eins sjerpans sem lést í snjóflóðinu til líkbrennslu.
Aðstandendur búa lík eins sjerpans sem lést í snjóflóðinu til líkbrennslu. Vísir/AFP
Sjerpar í Nepal fara nú fram á hærri skaðabætur til aðstandenda fjallaleiðsögumannanna sem fórust í snjóflóðinu á Everest-fjalli. Þrettán eru látnir og leit hefur verið hætt að þeim þremur sem enn er saknað.

BBC greinir frá því að ríkisstjórn Nepal hafi boðið fjölskyldum hinna látnu jafnvirði 44 þúsunda íslenskra króna í skaðabætur. Í tilkynningu frá sjerpunum er farið fram á hærri upphæð ásamt betri öryggisráðstöfunum á fjallinu.

Sjerpar sem vinna sem fjallaleiðsögumenn á Everest fá um 560 þúsund krónur í árslaun, sem þykir gott í Nepal, og halda oft uppi stórfjölskyldum sínum.

Snjóflóðið er mannskæðasta slys í sögu Everest-fjalls og nokkrum leiðöngrum hefur verið aflýst í virðingarskyni við þá látnu.

Líkt og greint hefur verið frá eru tveir Íslendingar staddir í grunnbúðum fjallsins um þessar mundir, þau Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Axelsson. Ingólfur hefur lýst því yfir að hann hugist halda áfram ferð sinni á tindinn, en Vilborg hefur ekkert tilkynnt um það hvort hún muni halda áfram.


Tengdar fréttir

"Þetta er litla barnið mitt“

Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli.

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Leit að mönnunum á Everest hætt

Skipulagðri leit að fjallaleiðsögumönnunum þremur á Everest er nú formlega hætt. Leitin hefur staðið yfir frá því að snjóflóðið féll í fyrradag en leitarskilyrði hafa verið slæm.

Hóta að hætta við allar ferðir á Everest

Fjallaleiðsögumenn á Everest, eða sherpar, hafa hótað að hætta við allar ferðir á fjallið í kjölfar mannskæðasta slyss í sögu þess, þegar snjóflóð féll á föstudagsmorguninn.

Ingólfur heldur áfram

Ingólfur Axelsson segist ætla að halda áfram fjallgöngu sinni á Everest-fjall en Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að gefa sér nokkra daga áður en hún ákveður framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×