Innlent

Varað við stormi

VÍSIR/VILHELM
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir stormi eða roki, vindhraða meira en 20-28 metrum á sekúndu, syðst á landinu á morgun, miðvikudag. Það hvessir í nótt, austan 15-28 metrum á sekúndu sunnan til á landinu á morgun, hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum síðdegis. Slydda eða snjókoma með köflum syðst, annars skýjað og stöku él en austan 10-18 metrar á sekúndu og skýjað og úrkomulítið norðvestantil, en stöku él austanlands. Frost 0 til 13 stig, kaldast í innsveitum, en dregur úr frosti á morgun og hlánar syðst.

Vaxandi vindur í nótt, einkum sunnantil á landinu. Búast má við vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Öræfum síðdegis á morgun. Þá er spáð austan 28-32 metrum á sekúndu á Suðvesturmiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×