Innlent

Andmæla hvalveiðum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þórir Hrafnsson upplýsingafulltrúi tekur við undirskriftunum.
Þórir Hrafnsson upplýsingafulltrúi tekur við undirskriftunum. mynd/Sigursteinn másson
Rúmlega 4.000 erlendir ferðamenn og Íslendingar hafa í júní skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir heita því að borða ekki hvalkjöt og lýsa yfir vilja til þess að hvalveiðum Íslendinga verði hætt.

Í gær afhentu sjálfboðaliðar IFAW-samtakanna og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands fulltrúa atvinnuvegaráðuneytisins 2.018 undirskriftir en fyrir tveimur vikum var farið með 2.015 póstkort með jafn mörgum undirskriftum í ráðuneytið.

Um 60 sjálfboðaliðar munu í sumar ræða við ferðamenn og Íslendinga í Reykjavík um kosti þess að velja hvalaskoðun frekar en hvalveiðar.

Þeir hvetja ennfremur fólk til að velja þá veitingastaði sem merktir eru Whale Friendly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×