Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2014 19:45 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira