Ferðamenn eru forvitnir 25. ágúst 2014 07:00 Hvar er Bárðarbunga? Þessir ferðamenn voru ekki að þræta við björgunarsveitarmenn til þess að komast nær Bárðarbungu heldur vildu þeir einfaldlega fá að sjá á kortinu hversu nálægt þeir væru henni. Svo tóku allir í hópnum mynd af skiltinu þar sem stendur á ensku og íslensku að lokað sé vegna hættunnar á eldgosi. fréttablaðið/vilhelm Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag. Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag.
Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira