Telja hækkunina koma sér illa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 20:37 Karl Garðarsson. vísir/gva „Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Það mun óhjákvæmilega leiða til hækkunar matarverðs og kemur sérstaklega illa við þá lægst launuðu.“ Þetta skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebook síðu sína og tekur þar með undir sjónarmið ASÍ en forseti ASÍ lýsti í dag yfir efasemdum um breytingar á hækkun lægra virðisaukaskattþreps. Telja þeir að hækkunin komi sérstaklega illa við tekjulág heimili og barnafólk. „Ég hef lýst því yfir áður að ég sé mótfallinn þessu. Ég tel að þetta sé ekki skynsamleg leið til að fara. Það er ljóst að þetta kemur mjög illa við þá sem hafa lág laun og einstaklinga til dæmis barnlausa og öryrkja og aldraða. Ég tel að stjórnvöld hefðu átt að fara aðra leið,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Fjárlagafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi klukkan fjögur í dag. Hækkun lægra virðisaukaskattsþrepsins þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.000 krónur á ári. „Afnám vörugjalda snýr einungis að afmörkuðum hlutum, þó ákveðnar matvörur séu þar líka. Ég hef áður lýst yfir andstöðu við þessar breytingar og sú skoðun mín hefur ekki breyst. Það er nauðsynlegt að ná fram breytingum í meðförum þingsins,“segir Karl jafnframt í færslu sinni. Fleiri hafa lagt orð í belg hvað varðar þessar nýju breytingar og sendi Starfsgreinasambandið meðal annars út yfirlýsingu í dag þess efnis. „Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk,“segir meðal annars í tilkynningunni. Færslu Karls sjá hér að neðan. Innlegg frá Karl Garðarsson.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira