„Þvílík frammistaða hjá þjóð með færri en 350 þúsund íbúa,“ sagði Joey Barton, leikmaður QPR í kvöld.
Eins og alþjóð veit unnu strákarnir okkar frækinn 3-0 sigur á Tyrkjum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Sigurinn var einkar sannfærandi en Tyrkir hafa verið í flokki stórþjóða í fótboltanum undanfarin rúman áratug. Tyrkir unnu meðal annars til bronsverðlauna á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.
Knattspyrnunnendur halda ekki vatni yfir frammistöðu Ísland í kvöld og Joey Barton, sem helst er þekktur fyrir harðar tæklingar og kjaftbrúk, er einn þeirra.
Hann bætir við að riðill Íslands sé sá sterkasti í undankeppninni en Ísland geti verið sú þjóð sem komi á óvart.
Joey Barton hrósaði íslenska landsliðinu
Tengdar fréttir
Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins
Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM.
Theodór Elmar: "Ég var með stöðuga gæsahúð síðustu fimmtán mínúturnar“
"Þetta kvöld er á toppnum eins og er og verður seint toppað,“
Hannes Þór: Þetta var langþráður sigur
"Við gáfum þeim aldrei séns og keyrðum yfir þá,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands.
Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila
„Ég fatta aldrei að láta mig falla,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Tyrkjum.