Gífurlegur fjöldi fólks er nú samankominn í miðbænum vegna Gleðigöngu Hinsegin daga. Allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig í umferðinni samkvæmt lögreglu. Að undanskildum einum árekstri og að mikið álag er á strætisvagnakerfinu.
Þá hefur umferð verið mikil og virðast allar götur liggja til miðbæjarins. DV segir frá því að troðfullt sé í öllum strætisvögnum, sem keyri nú framhjá stoppistöðvum. Vagnarnir fyllist í úthverfunum og fólk sem búi nær miðbænum komist ekki í strætó.
Þar að auki segir Mbl frá því að þriggja bíla árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Lönguhlíðar, við Klambratún, sem valdi töfum í umferð.
Lögreglan hefur ekki tölu á hve margir eru í bænum en einn lögreglumaður sem Vísir ræddi við sagði þá vera fjölmarga. „Bærinn iðar af lífi“.
Uppfært 16:36
Umferðardeild lögreglunnar segir að 80 til 90 þúsund manns hafi verið í miðbænum í dag, þegar mest var.
„Bærinn iðar af lífi“
Tengdar fréttir
Fjögurra ára trymbill gerir það gott á Gay Pride
Kjartan Bragi Bjarnason, trommari Kimono, leyfði syni sínum að aðstoða sig á tónleikum sveitarinnar um helgina.
Það er fríkí að vera eðlilegur
Eva Rún Snorradóttir prýðir forsíðu Lífsins að þessu sinni.
90 þúsund manns í gleðigöngu - myndir
Hin árlega gleðiganga Hinsegin daganna sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur á laugardag.