Erlent

Enn barist í Kænugarði þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé

Bensínsprengjum hefur verið kastað í átt að lögreglu sem á móti hefur beitt öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum.
Bensínsprengjum hefur verið kastað í átt að lögreglu sem á móti hefur beitt öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum. Vísir/AFP
Til átaka kom á ný í Kænugarði í Úkraínu í morgun þrátt fyrir yfirlýsingu Viktors Janúkovítsj forseta í gærkvöldi þess efnis að samið hefði verið um vopnahlé á milli mótmælenda og stjórnvalda.

Bensínsprengjum hefur verið kastað í átt að lögreglu sem á móti hefur beitt öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum.  Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Póllands eru væntanlegir til Kænugarðs í dag til viðræðna við ráðamenn landsins og helstu stjórnarandstæðinga.

Þeim er ætlað að meta stöðuna áður en Evrópusambandið tekur ákvörðun um hvort beita eigi viðskiptabanni gegn Úkraínu en síðustu dagar hafa verið þeir blóðugustu síðan mótmæli gegn ríkisstjórninni hófust í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×