Meirihluti vill gjöld í háskóla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:51 Vísir/Vilhelm Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira