Innlent

Þetta er byssan sem lögreglan var að fá

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan mun væntanlega læra álíka handtök áður en byssurnar fara í umferð.
Lögreglan mun væntanlega læra álíka handtök áður en byssurnar fara í umferð.
Byssurnar sem íslenska lögreglan hefur fengið frá norskum starfsbræðrum sínum eru meðal vinsælustu hríðskotabyssa í dag. Um er að ræða þýska hríðskotabyssu sem heitir MP5, sem stendur fyrir Maschinenpistole 5, eða 



Eins og fram hefur komið í dag verður byssunum dreift á lögregluembættin í landinu en þeim er í sjálfvald sett hvað þau gera við byssurnar. Einhverjar fara í geymslu á lögreglustöðvum og aðrar settar í þar til gerða kassa í lögreglubíla.

Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk senda frá Noregi notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar.



Fjölmörg myndbönd eru á veraldarvefnum þar sem fjallað er um byssur af sömu gerð og íslenskir lögreglumenn munu handleika á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá eitt þessara myndbanda þar sem byssan er prófuð.


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×