Erlent

Leit að týndu flugvélinni heldur áfram

Jakob Bjarnar skrifar
Leitarsérfræðingur útskýrir samhæfingarkort sem tekur til þess svæðis þar sem nú er leitað.
Leitarsérfræðingur útskýrir samhæfingarkort sem tekur til þess svæðis þar sem nú er leitað. ap
Leit að týndri flugvél frá AirAsia Indónesía, flugnúmer QZ8501, heldur áfram í dag en hún hvarf í gær með 162 innanborðs.

Sá sem stjórnar leitinni af hálfu indónesískra yfirvalda segir að þær upplýsingar sem fyrir liggja bendi til þess að flugvélin sé á hafsbotni. En engar staðfestar sannanir eru þó fyrirliggjandi um hvar vélin er niður komin.

Vélin tók á loft frá Surabaya og yfirvöld þar segja að leitarflokkar séu nú að nálgast svæðið í Javahafi, þar sem talið er að vélin kunni að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×