Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:06 Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira