Tuttugu prósent atkvæðisbærra manna hafa nú skrifað undir undirskriftalista Þjóð.is þar sem skorað er á yfirvöld að halda aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
Rúmlega 48 þúsund manns hafa skrifað undir listann en listinn var settur af stað eftir að utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu yrði dregin til baka.
