Fótbolti

Ronaldo með auka bein í ökklanum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ronaldo leiðist ekki að sýna vöðvana og reif hann sig úr að ofan er hann skoraði fjórða mark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Ronaldo leiðist ekki að sýna vöðvana og reif hann sig úr að ofan er hann skoraði fjórða mark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty
Nýlega kom í ljós að einn besti fótboltamaður heims, Cristiano Ronaldo er með auka bein í ökklanum. Þetta kemur fram í nýrri bók sem fjallar um portúgalska töframanninn.

Beinið kom í ljós þegar Ronaldo var í endurhæfingu fyrir fimm árum síðan. Ronaldo meiddist í leik gegn Marseille í Meistaradeildinni árið 2009 og kom beinið í ljós við endurhæfinguna.

Ronaldo sem hefur verið tæpur vegna meiðsla undanfarnar vikur ætti að vera tilbúinn í slaginn þegar Portúgal mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×