Fótbolti

Miðinn á Tékkaleikinn kostar 6000 krónur hjá KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna einu af átta mörkum Íslands í undankeppninni.
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna einu af átta mörkum Íslands í undankeppninni. Vísir/Valli
Næsti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM 2016 verður í Tékklandi 16. nóvember en þá mætast efstu lið riðilsins sem bæði hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína.

Leikurinn fer fram á Struncovy Sady Stadion (Doosan Arena) í Plzen og hefst klukkan 20.45 að staðartíma sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi.

KSÍ fær miða hjá tékkneska knattspyrnusambandinu fyrir íslenska áhorfendur og kostar miðinn 6.000 krónur en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Íslenska liðið hefur spilað frábærlega í undankeppninni til þessa og það má búast við því að margir hafi áhuga á að sjá liðið glíma við hið sterka lið Tékklands.

Það er hægt að smella hér til að skoða upplýsingar um miðasölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×