Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Vísir/Daníel Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku. EM 2014 karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku.
EM 2014 karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira