Janúkóvítsj eyddi 4,6 milljörðum í ljósakrónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 11:04 Viktor Janúkovitsj VISIR/AFP Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins. Úkraína Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins.
Úkraína Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira