Fólkið í landinu lætur í sér heyra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 19:05 Austurvöllur í dag. VISIR/PJETUR Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“ Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað á Austurvelli í dag en hátt í fjögur þúsund manns var á svæðinu í mótmælaskyni. Mótmælin fóru friðsamlega fram en mikill hávaði var á staðnum. Þónokkur hávaði stafaði af búsáhaldabarningi og fjöldinn allur af fólki tók sér stöðu við öryggisgirðingu sem komið var fyrir framan við Alþingishúsið og barði í. Talsverður fjöldi af lögreglumönnum var á svæðinu, einkennis- og óeinkennisklæddum. Það er nokkuð ljóst að fólk er ósátt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fólk lét í sér heyra hafði þetta að segja:Katrín Júlíusdóttir var meðal mótmælenda á svæðinu og segist hún ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. „Ég er hérna úti til að sýna samstöðu með þeim sem eru hér að mótmæla því að þjóðin fái ekki að taka ákvörðun um framhald viðræðna. Ég er mjög ósátt og þarna er verið að loka einu færu leiðinni til upptöku á nýjum gjaldmiðli fyrir okkur Íslendinga og ég tel það algjöra ósvinnu og mikið skemmdarverk af hálfu ríkisstjórnarinnar.“Soffía Ellý Sigurðardóttir var einnig á meðal mótmælenda. Hún hélt á skilti með slagorðinu „Sigmundur PÚTÍN Gunnlaugsson.“ „Ég er hér vegna þess að ég er gjörsamlega búin að fá leið á brostnum loforðum þeirra manna sem við erum að kjósa í ábyrgðarstöðu í þessu þjóðfélagi. Ég vil kjósa og fá að sjá samninginn og vil fá að taka þátt og vita um hvað málið snýst en ekki láta einhvern segja mér hvað ég eigi að gera.“Benedikt Kristjánsson var fremstur í flokki mótmælenda. Hann vill meira lýðræði og minna einræði. „Minn réttur til að kjósa um áframhaldandi viðræður var tekinn af mér af núverandi ríkisstjórn og ég mótmæli því. Ég tel að hagsmunum Íslands sé borgið innan ESB. Við fáum stöðugri gjaldmiðil og vextir til húsnæðislána eru hagstæðari innan Evrópusambandsins. Ég er Samfylkingarmaður.“Jón Steinþór Valdimarsson, formaður Já Ísland, var einnig á svæðinu. „Við erum hérna til þess að mótmæla því að það sé verið að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Við teljum að það eigi ekki að gera það án þess að spyrja þjóðina. Þetta er stórmál sem varðar langan tíma. Þetta er hafið yfir stjórnmálaflokka og þetta er hafið yfir ríkisstjórnina. Þetta er stórmál. Ég tel að það sé rétt að ganga í ESB en til þess að hægt svara því endanlega þá verðum við að fá að sjá samninginn.“Lúther Steinar Kristjánsson hafði þetta að segja. „Það er alveg hreint enginn vafi í mínum huga að þessir menn sem eru þarna inni á þingi núna að þeir eiga ekkert erindi í stjórnsýslu í lýðræðislandi. Það logar heimsbyggðin útaf fólki sem hagar sér eins og þeir haga sér núna. Ég var að vona að ég myndi ekki lifa svo lengi að ég ætti eftir að upplifa svona hluti í landinu mínu. Ég er gamall Íslendingur, fæddur 1934 og þessir menn þurfa að finna sér annað að starfa. Ég vill ekki ganga í Evrópusambandið en ég vil að þjóðin fái að njóta þess réttar að fá að kjósa um málið eins og frjáls borið fólk.“
Tengdar fréttir Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40 „Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59 Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram Hér má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum. 24. febrúar 2014 14:40
„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu. 24. febrúar 2014 14:59
Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag Svavar Knútur, Emmsjé Gauti, Johnny and the rest og Amaba Dama stíga á stokk á samstöðufundi með námsmönnum. 25. febrúar 2014 10:12
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka. 24. febrúar 2014 20:43