Íslenski boltinn

Skrifa undir nema eitthvað stórvægilegt komi upp á

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson heldur í dag utan til Danmerkur þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Randers.

„Ég á ekki von á öðru en að skrifa undir standist ég hana, ekki nema eitthvað stórvægilegt komi upp á,“ sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið í gær.

Ögmundur er 25 ára gamall og hefur verið í Fram allan sinn feril. Hann á einn leik að baki með A-landsliði Íslands en það var gegn Eistlandi í síðasta mánuði. Um tíma var hann orðaður við lið í Skotlandi en ekkert varð úr því að hann færi þangað.

„Það voru þreifingar þar eins og víðar. Margt þarf að ganga upp svo markverðir geti tekið þetta skref út í atvinnumennsku og oft spurning um að vera réttur maður á réttum tíma,“ segir hann.

Hann á von á að þurfa að berjast fyrir sæti sínu hjá Randers eins og eðlilegt er. „Mér skilst að þeir hafi fengið sér annan markvörð í sumar sem mun vera hörkugóður. En samkeppnin er af hinu góða og mun bara styrkja mann,“ segir Ögmundur.


Tengdar fréttir

Ögmundur er á leið til Randers

Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, staðfesti í kvöld að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson væri á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×