Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn sinni á brunanum í Skeifunni 11 að kvöldi sunnudagsins 6. júlí. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að eldurinn hafi átt upptök sín við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði efnalaugarinnar Fönn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingadeild Lögreglunnar. Þar segir að sjálfsíkveikja hafi orðið í stafla af bómullarefni vegna hita og oxunar eftir þvott og við þurrkun. Jafnframt segir að hiti hafi orðið mikill í rýminu við íkveikjuna og að það hafi leitt til hraðrar útbreiðslu eldsins.
Að rannsókninni unnu sérfræðingar tæknideildar lögreglu auk annarra sérfræðinga, til dæmis frá Mannvirkjastofnun.
Eldurinn átti upptök sín við þvottagrindur í Fönn

Tengdar fréttir

Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann
"Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson.

Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur
Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld.

Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu.

Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu
Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík.

Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“
„Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu.