Stærsti gígurinn í Holuhrauni að ná 70 metra hæð og fer stækkandi 12. september 2014 21:19 Afar spennandi landslagsmyndun er nú að gerast á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. Eldgosið kom upp á mikilli sléttu milli Dyngjujökuls og Öskju í svokölluðu Holuhrauni, sem var lítt áberandi í landslaginu og að miklu leyti grafið ofan í sandinn. Þá eru gömlu Holuhraunsgígarnir nú horfnir inn í stærri og tignarlegri gígaröð, stærsti gígurinn er að ná 70 metra hæð og fer stækkandi, og ljóst að þeir verða áberandi kennileiti í framtíðinni á þessum slóðum, munu gnæfa yfir og standa upp úr flatlendinu. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekki síður spennandi að fylgjast með átökunum milli Jökulsár á Fjöllum og hraunsins og þeirri landslagsmyndun sem þar er í gangi. Ármann telur hugsanlegt að hraunið nái að girða fyrir Jökulsá og að lón myndist þá fyrir innan. Eftir því sem hækki í lóninu komi þó að því að áin finni sér leið yfir hraunið og jafnvel nýjan farveg ofan á hrauninu, með fossi. Hún gæti einnig fundið sér farveg í jaðri hraunsins og molað hraunjaðarinn niður. Allt ræðst þetta þó að því hversu lengi gosið varir og hversu mikið efni það framleiðir Ármann Höskuldsson líkti jarðeldunum á fyrsta degi við logandi Dreka. Ef sú líking er tekin lengra mætti kannski spyrja hvort hér sé að verða til Drekahraun og Drekaborgir. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Afar spennandi landslagsmyndun er nú að gerast á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. Eldgosið kom upp á mikilli sléttu milli Dyngjujökuls og Öskju í svokölluðu Holuhrauni, sem var lítt áberandi í landslaginu og að miklu leyti grafið ofan í sandinn. Þá eru gömlu Holuhraunsgígarnir nú horfnir inn í stærri og tignarlegri gígaröð, stærsti gígurinn er að ná 70 metra hæð og fer stækkandi, og ljóst að þeir verða áberandi kennileiti í framtíðinni á þessum slóðum, munu gnæfa yfir og standa upp úr flatlendinu. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekki síður spennandi að fylgjast með átökunum milli Jökulsár á Fjöllum og hraunsins og þeirri landslagsmyndun sem þar er í gangi. Ármann telur hugsanlegt að hraunið nái að girða fyrir Jökulsá og að lón myndist þá fyrir innan. Eftir því sem hækki í lóninu komi þó að því að áin finni sér leið yfir hraunið og jafnvel nýjan farveg ofan á hrauninu, með fossi. Hún gæti einnig fundið sér farveg í jaðri hraunsins og molað hraunjaðarinn niður. Allt ræðst þetta þó að því hversu lengi gosið varir og hversu mikið efni það framleiðir Ármann Höskuldsson líkti jarðeldunum á fyrsta degi við logandi Dreka. Ef sú líking er tekin lengra mætti kannski spyrja hvort hér sé að verða til Drekahraun og Drekaborgir.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira