Illugi opinn fyrir meiri einkavæðingu í skólakerfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2014 08:56 Illugi sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira