Fótbolti

Fanndís hetja íslenska liðsins - stelpurnar spila um bronsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna hér sigri í kvöld.
Íslensku stelpurnar fagna hér sigri í kvöld. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar um þriðja sætið í Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í kvöld í lokaleik sínum í riðlinum. Þetta var annar sigur íslensku stelpnanna í röð.

Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók myndirnar hér fyrir ofan og neðan.

Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska liðsins en hún skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Fanndís skoraði markið mikilvæga beint úr hornspyrnu á fyrstu mínútu í uppbótartíma en Fanndís hafði komið inn á sem varamaður á 55. mínútu.

Jafntefli hefði dugað þeim kínversku til að tryggja sér sæti í bronsleiknum en íslenska liðið mætir nú Svíþjóð í leiknum um 3. sætið á mótinu á miðvikudaginn kemur.

Það var ekki mikið um marktækifæri í leiknum í kvöld en íslenska liðið var þó töluvert meira með boltann í seinni hálfleiknum eftir mjög jafnan fyrri hálfleik. Markið kom hinsvegar ekki fyrr en á síðustu stundu.

Íslenska liðið var í stórsókn á lokakafla leiksins og sex mínútum fyrir sigurmarkið þá átti Rakel Hönnudóttir skot í stöngina á kínverska markinu.

Sandra Sigurðardóttir var í marki íslenska liðsins og hélt marki sínu hreinu en því náðu ekki Guðbjörg Gunnarsdóttir eða Þóra Björg Helgadóttir að gera í hinum leikjum liðsins.

Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×