„Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:44 Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira