„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 14:27 Kristín var í kjörbúð þegar Vísir hafði samband við hana vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. „Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent