Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 14:48 Ályktun fundarins var samþykkt einróma. Vísir/GVA Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira