Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 14:48 Ályktun fundarins var samþykkt einróma. Vísir/GVA Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira