Erlent

Vill vísindalega ráðgjöf um samkynhneigð

Bjarki Ármannsson skrifar
Talsmaður Museveni segir að hann muni ekki staðfesta lögin fyrr en ráðgjöf Bandaríkjamanna berst.
Talsmaður Museveni segir að hann muni ekki staðfesta lögin fyrr en ráðgjöf Bandaríkjamanna berst. Vísir/AFP
Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur beðið Bandaríkjamenn um að ráðleggja hópi vísindamanna sinna um samkynhneigð. Museveni íhugar um þessar mundir að staðfesta lög sem myndu þyngja refsingar við samkynhneigð í landinu.

Þessu greinir BBC frá á vef sínum. Bandaríkin eru í hópi þeirra ríkja sem gefa mestu þróunaraðstoð til Úganda ár hvert. Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því nýlega yfir að lögin fyrirhuguðu, sem myndu gera lífstíðarfangelsi að þyngstu refsingu við samkynhneigð, væru stórhættuleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×