Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Celtic fjölmenna til Íslands

Arnar Björnsson skrifar
Stuðningsmenn Celtic
Stuðningsmenn Celtic Vísir/Getty
Fjölmargir Skotar ætla að koma til landsins til að fylgjast með leik KR og Celtic í forkeppni meistaradeildarinnar í fótbolta um miðjan næsta mánuð.  

Skoska blaðið Evening Times segir að stuðningsmenn Celtic séu himinlifandi með dráttinn en blaðið reiknar með því að fjölmargir þeirra komi á KR-völlinn.

Á síðustu leiktíð dróst Celtic gegn Shakhter Karagandy í Kasakstan.  Aðeins 30 stuðningsmenn fylgdu liðinu þangað enda vegalendin öllu lengri til Reykjavíkur, 5600 kílómetrar. KR-ingar ætla að spila á KR-vellinum og miðað við fréttir skoskra fjölmiðla má reikna með stemningu í stúkunni í vesturbænum.

 

Seinni leikurinn verður á Murrayfield í Edinborg þar sem heimavöllur Celtic, Celtic Park er upptekinn vegna Samveldisleikanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×