Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir segir að það að vera höfð fyrir rangri sök láti hana aldrei í friði. vísir/gva Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki. Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki.
Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30