Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Andri Ólafsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Samherji vill meina að Ingveldur hafi brotið lög með að heimila húsleit hjá Samherja, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira