Júdókappinn Tagir Khaibulaev frá Rússlandi verður meðal keppanda á Reykjavíkurleikunum.
Khaibulaev er fyrrverandi Ólympíumeistari í -100 kg flokki og fyrrum heims- og Evrópumeistari.
Áður höfðu boðað komu sína öflugir júdókappar frá Tékklandi, þar á meðal efsti maður á heimslista og Evrópumeistari í -100 kg flokki, Lukas Krpalek.
Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi jafn þekktir og sterkir júdómenn sótt Ísland heim og nú.
Má því búast við mikilli júdóveislu í Laugardalshöllinni laugardaginn 25.janúar þegar keppnin fer fram.
Ólympíu- heims og Evrópumeistari á Reykjavíkurleikunum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
