Fótbolti

Ógnarsterkt byrjunarlið hjá Belgum gegn Íslandi

Eden Hazard er í liðinu.
Eden Hazard er í liðinu. vísir/getty
Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, tilkynnti nú í hádeginu byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Óhætt er að segja að liðið sé ógnarsterkt. Courtois, markvörður Chelsea, er í búrinu og svo eru leikmenn Man. Utd, Marouane Fellaini og Adnan Januzaj, einnig í liðinu sem og Eden Hazard, leikmaður Chelsea.

Einnig er fleiri kunn nöfn þarna úr enska boltanum eins og Vertonghen, Dembele og Benteke. Þetta er alvöru lið.

Byrjunarlið Belga: Courtois, Vanden Borre, Alderweireld, Lombaerts, Vertonghen, Witsel, Dembele, Fellaini, Januzaj, Hazard, Benteke.


Tengdar fréttir

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×