Segir ESB ganga á bak orða sinna Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 09:57 Vísir/GVA „Í seinni samningalotunum var þó ljóst að ESB færðist nær kröfu Norðmanna sem byggði á verulegri veiði umfram ráðgjöf. Þannig hefur það þróast að Evrópusambandið gekk á bak orða sinna og hefur í stað þess að standa við það samkomulag sem Ísland og ESB náðu á grundvelli sjálfbærra veiða, skrifað undir samning við Noreg og Færeyjar sem einn og sér stuðlar að veiðum langt umfram ráðgjöf, og þá eru ekki teknar með veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands. Þannig er ljóst að heildarveiðin getur farið meira en 50% fram úr ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Samkomulag Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins felur í sér að þjóðirnar veiða samtals rúmlega milljón tonna á þessu ári. Sem samsvarar rúmum 18 prósentum meiri veiði en Alþjóða hafrannsóknarráðið lagði til. „Við tókum þátt í samningaviðræðunum til þess að tryggja réttmætan hlut Íslands á grundvelli sjálfbærra veiða. Ljóst var að Færeyingar sæktust jafnframt eftir auknum hlut frá fyrri samningi. Niðurstaða þess samnings sem í gær var kynntur er að hlutur ESB og Norðmanna hækkar frá því sem var, í 100% af ráðgjöf, þ.e. 890 þúsund tonn og svo bæta þeir veiðum Færeyinga ofan á.“ Í tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu segir að Ísland og ESB hafi í haust náð samkomulagi um hlut Íslands í veiðunum á grundvelli sjálfbærrar nýtingar. Það samkomulag fól í sér að hlutur Íslands yrði aldrei minni en 11,9 prósent af leyfilegum heildarafla en til næstu tveggja ára yrði aflinn ekki minni en 123 þúsund tonn. „Við vorum tilbúin til þess að teygja okkur þetta langt í því skyni að ná samningum um sjálfbæra nýtingu stofnsins, enda var tækifærið til samninga einstakt í ljósi ráðgjafar um stóraukinn heildarafla. ESB fullvissaði okkur um að það myndi tryggja það sem til þyrfti til að koma samkomulaginu í höfn, þ.m.t. stuðning Noregs,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir Sigurður að á síðustu fundum hafi Ísland meðal annars lagt enn frekar af mörkum til að greiða fyrir samkomulagi. „Ég tel það ljóst að Noregur hafi aldrei ætlað að semja um þann hlut sem Ísland getur sætt sig við né um veiðar á grundvelli ráðgjafar. Það var því smjörklípa þeirra á síðasta strandríkjafundi að ræða veiðar Grænlendinga og hvernig mætti koma í veg fyrir að Grænland geti nýtt það tækifæri sem við þeim blasir með aukinni göngu makríls í þeirra lögsögu til að byggja upp sínar fiskveiðar.“ „Þetta leiddi m.a. til þess að ESB hvarf frá því samkomulagi sem Ísland og ESB höfðu og Noregur gat þar með komið í veg fyrir samning á þeim grundvelli og náð fram sinni kröfu um veiðar meira en helming fram úr ráðgjöf.“ Einnig segir í tilkynningunni að Ísland og Færeyjar hafi setið undir hótunum ESB um beitingu viðskiptaþvingana láti Íslendingar ekki af meintum ofveiðum á makríl að mati Evrópusambandsins. Sigurður Ingi segir það vera með öllu ljóst að þær hótanir haldi ekki, fyrir utan að vera ólögmætar þá sé sá samningur sem hér er til umræðu byggður á niðurstöðu sem leiðir til ofveiði og ESB skrifar undir. Það væri því tvískinnungur að ætla að halda áfram hótunum um viðskiptaþvinganir á grundvelli ofveiði. „Við höfum hins vegar alltaf lagt áherslu á samkomulag sem fylgir vísindalegri ráðgjöf,“ bætir Sigurður Ingi við. Tengdar fréttir Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag. 7. mars 2014 07:00 Ummæli norska ráðherrans ósvífin Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. 13. mars 2014 07:00 Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Í seinni samningalotunum var þó ljóst að ESB færðist nær kröfu Norðmanna sem byggði á verulegri veiði umfram ráðgjöf. Þannig hefur það þróast að Evrópusambandið gekk á bak orða sinna og hefur í stað þess að standa við það samkomulag sem Ísland og ESB náðu á grundvelli sjálfbærra veiða, skrifað undir samning við Noreg og Færeyjar sem einn og sér stuðlar að veiðum langt umfram ráðgjöf, og þá eru ekki teknar með veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands. Þannig er ljóst að heildarveiðin getur farið meira en 50% fram úr ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Samkomulag Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins felur í sér að þjóðirnar veiða samtals rúmlega milljón tonna á þessu ári. Sem samsvarar rúmum 18 prósentum meiri veiði en Alþjóða hafrannsóknarráðið lagði til. „Við tókum þátt í samningaviðræðunum til þess að tryggja réttmætan hlut Íslands á grundvelli sjálfbærra veiða. Ljóst var að Færeyingar sæktust jafnframt eftir auknum hlut frá fyrri samningi. Niðurstaða þess samnings sem í gær var kynntur er að hlutur ESB og Norðmanna hækkar frá því sem var, í 100% af ráðgjöf, þ.e. 890 þúsund tonn og svo bæta þeir veiðum Færeyinga ofan á.“ Í tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu segir að Ísland og ESB hafi í haust náð samkomulagi um hlut Íslands í veiðunum á grundvelli sjálfbærrar nýtingar. Það samkomulag fól í sér að hlutur Íslands yrði aldrei minni en 11,9 prósent af leyfilegum heildarafla en til næstu tveggja ára yrði aflinn ekki minni en 123 þúsund tonn. „Við vorum tilbúin til þess að teygja okkur þetta langt í því skyni að ná samningum um sjálfbæra nýtingu stofnsins, enda var tækifærið til samninga einstakt í ljósi ráðgjafar um stóraukinn heildarafla. ESB fullvissaði okkur um að það myndi tryggja það sem til þyrfti til að koma samkomulaginu í höfn, þ.m.t. stuðning Noregs,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir Sigurður að á síðustu fundum hafi Ísland meðal annars lagt enn frekar af mörkum til að greiða fyrir samkomulagi. „Ég tel það ljóst að Noregur hafi aldrei ætlað að semja um þann hlut sem Ísland getur sætt sig við né um veiðar á grundvelli ráðgjafar. Það var því smjörklípa þeirra á síðasta strandríkjafundi að ræða veiðar Grænlendinga og hvernig mætti koma í veg fyrir að Grænland geti nýtt það tækifæri sem við þeim blasir með aukinni göngu makríls í þeirra lögsögu til að byggja upp sínar fiskveiðar.“ „Þetta leiddi m.a. til þess að ESB hvarf frá því samkomulagi sem Ísland og ESB höfðu og Noregur gat þar með komið í veg fyrir samning á þeim grundvelli og náð fram sinni kröfu um veiðar meira en helming fram úr ráðgjöf.“ Einnig segir í tilkynningunni að Ísland og Færeyjar hafi setið undir hótunum ESB um beitingu viðskiptaþvingana láti Íslendingar ekki af meintum ofveiðum á makríl að mati Evrópusambandsins. Sigurður Ingi segir það vera með öllu ljóst að þær hótanir haldi ekki, fyrir utan að vera ólögmætar þá sé sá samningur sem hér er til umræðu byggður á niðurstöðu sem leiðir til ofveiði og ESB skrifar undir. Það væri því tvískinnungur að ætla að halda áfram hótunum um viðskiptaþvinganir á grundvelli ofveiði. „Við höfum hins vegar alltaf lagt áherslu á samkomulag sem fylgir vísindalegri ráðgjöf,“ bætir Sigurður Ingi við.
Tengdar fréttir Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag. 7. mars 2014 07:00 Ummæli norska ráðherrans ósvífin Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. 13. mars 2014 07:00 Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30 Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag. 7. mars 2014 07:00
Ummæli norska ráðherrans ósvífin Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir mörgu ósvarað vegna stöðunnar sem er komin upp vegna samkomulags strandríkjanna í makríldeilunni. 13. mars 2014 07:00
Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ hefur áhyggjur af því að veiðar ríkjanna sem hafa náð samkomulagi muni verða langt umfram ráðgjöf vísindamanna. 12. mars 2014 22:30
Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann, segist harma að Ísland hafi ekki verið aðili að samkomulagi sem hefur náðst í makríldeilunni. 12. mars 2014 21:05