Er það mál manna að sjaldan ef nokkurn tímann hafi stemningin á meðal áhorfenda verið betri. Trausti Gylfason hefur birt myndband sem sýnir stuðið í seinni hálfleik þegar stuðningsmenn í stúkunum tveimur kölluðust á.
Stuðningssveitin Tólfan kallar „Áfram Ísland“ og stuðningsmenn í vesturstúkunni svara um hæl. Svo kallast fólkið á fram og til baka. Stemningin á mánudaginn var frábær og verður fróðlegt að sjá hvort landsmenn geti haldið uppteknum hætti í næsta heimaleik gegn Tékkum þann 12. júní.