Í morgun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni.
Ásta krefst þess að ummæli Árna sem fram komu í bloggi hans á DV.is og í þættinum Málið á Skjá einum verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin lúta meðal annars að því að Árni sagðist sannfærður um að ákvæði dýraverndunarlaga væru brotin með starfseminni í Dalsmynni.
Ásta staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún fer fram á að Árni greiði sér tvær milljónir í miskabætur vegna ummælanna sem eru fjölmörg.
„Hann var bara að skíta mig út,“ segir Ásta.
Fer fram á tvær milljónir í miskabætur

Tengdar fréttir

Hörmungasaga frá upphafi til enda
"Þetta er kallað Puppy Farming eða hvolpaframleiðsla,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, um starfsemina á Dalsmynni.

„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“
„Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis.