Fótbolti

Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er enn ekki öruggt að Gylfi gangi inn á Laugardalsvöllinn á morgun
Það er enn ekki öruggt að Gylfi gangi inn á Laugardalsvöllinn á morgun Vísir/Anton
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann.

„Ökklinn er ágætur. Við erum búnir að vinna mjög mikið í honum síðustu daga, bæði í fluginu og upp á hóteli. Við vorum að langt fram á nótt eftir leikinn á föstudaginn," sagði Gylfi.

„Hann er ekki orðinn hundrað prósent en vonandi skánar hann meira í kvöld. Ég er að vonast til þess að geta spilað leikinn því þetta er líka leikur sem maður vill ekki sleppa sérstaklega þar sem að hann er hér á heimavelli," sagði Gylfi en bætti svo við:

„Ég verð samt að vera skynsamur og ef ökklinn verður ekki orðinn nógu góður þá verða engir „sjensar“ teknir," sagði Gylfi sem skokkaði bara á strigaskónum á æfingu liðsins í dag.




Tengdar fréttir

Gylfi: Vildi klára leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×