Lífið

Hulda baksviðs á Kenzo

Ritstjórn Lífsins skrifar
Hulda Halldóra
Hulda Halldóra
Stílistinn Hulda Halldóra Tryggvadóttir var stödd í hringiðu tískuvikunnar í París er hún vann baksviðs á sýningu tískuhússins Kenzo.

Sýningin er ein sú stærsta á tískuvikunni þar sem fjöldinn allur af fagfólki innan tískubransans tekur þátt.

„Það var gaman að taka þátt í svona stóru dæmi. Fullt af frægum fyrirsætum og góð reynsla fyrir mig,“ segir Hulda sem dvaldi í eina viku í tískuborginni.

Hennar hlutverk var að taka þátt í undirbúningi sýningarinnar og klæða fyrirsæturnar á sýningunni sjálfri. Hún getur vel hugsað sér að gera þetta aftur.

„Ég held að ég fari aftur á næstu tískuviku því það stendur til boða.“

Haust-og vetrarlína Kenzo lagðist vel í áhorfendur tískuvikunnar.

„Þetta var mjög flott lína og margt sem ég get hugsað mér að klæðast.“

Hönnuðadúó, Carol Lim og Humberto Leon, Kenzo í viðtali.
Margir í förðun.
Fyrirsæturnar þurftu að æfa sig að ganga á þessum himinháu hælum.
Listi yfir innkomur sýningarinnar.
Tilbún á svið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.