Snorri Steinn: Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn. EM 2014 karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn.
EM 2014 karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira